30 milljarða ávinningur af VIRK

Þetta er níunda árið í röð sem VIRK fær Talnakönnun …
Þetta er níunda árið í röð sem VIRK fær Talnakönnun til að greina árangur og ávinning af starfsemi sinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Niðurstöður skýrslu sem Talnakönnun vann fyrir stjórn VIRK sýna að 30 milljarða króna ávinningur var af starfsemi VIRK árið 2021.

Þetta kemur fram í tilkynningu en ávinningurinn var reiknaður á föstu verðlagi ársins 2021, en rekstrarkostnaður VIRK nam 3,7 milljörðum sama ár.

Í skýrslunni var einnig reiknaður meðalsparnaður, ávinningur samfélagsins af virkni einstaklinganna, á hvern útskrifaðan einstakling frá VIRK og nam hann 16,2 milljónum króna á árinu 2021, einnig reiknað á föstu verðlagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert