Kynna Íslendingasögurnar fyrr

Lilja hvetur bókaútgefendur til þess að endursegja Íslendingasögurnar og gera …
Lilja hvetur bókaútgefendur til þess að endursegja Íslendingasögurnar og gera þær aðgengilegri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, telur mikilvægt að börn kynnist Íslendingasögunum fyrr á aðgengilegan hátt.

„Þannig að við séum búin að þróa væntumþykju gagnvart sögunni okkar,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið og nefnir að það geti reynst ungmennum erfitt að kynnast Íslendingasögunum á efsta stigi grunnskóla án þess að þekkja til þeirra. „Við finnum að íslenskan er að verða alltaf meiri og meiri áskorun vegna efnis sem er á ensku. Því eigum við sem þjóð að hugsa hvað við getum gert í þessu nýja umhverfi.“

Lilja hvetur því bókaútgefendur til þess að endursegja Íslendingasögurnar og gera þær aðgengilegri. „Þótt við gerum þær aðgengilegri þá erum við ekki að gefa afslátt af menningararfinum. Við erum frekar að dýpka skilningin á honum,“ segir hún og bætir við að einnig sé mikilvægt að nýta aðra miðla til þess að ná til ungs fólks, svo sem tölvuleiki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka