Lýsir ekki vantrausti á Sólveigu

Aðgerðir Sólveigar hafa vakið ólgu á meðal félagsmanna.
Aðgerðir Sólveigar hafa vakið ólgu á meðal félagsmanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Eflingar boðaði seint í gærkvöldi til félagsfundar á miðvikudag, að loknum fundi stjórnarinnar.

Anna Sigurlína Tómasdóttir.
Anna Sigurlína Tómasdóttir.

Anna Sigurlína Tómasdóttir, trúnaðarmaður Eflingar hjá Kjörís, kveðst munu leggja til á fundinum að Sólveig Anna Jónsdóttir formaður félagsins dragi til baka hópuppsögn sem gripið var til á skrifstofu þess fyrir skemmstu. Kveðst hún telja fáa betri en Sólveigu til þess að leiða kjaraviðræður en hópuppsögnin hafi komið félagsmönnum í opna skjöldu. Hún kveðst ekki vita til þess að lagt verði til að lýsa yfir vantrausti á Sólveigu. Anna er á meðal þeirra trúnaðarmanna sem skrifuðu bréf til stjórnar Eflingar þar sem krafist var félagsfundar, í krafti 493 undirskrifta félagsmanna.

„Þetta er mjög mikið hjartans mál fyrir svo marga. Ég er fylgjandi skipulagsbreytingum og breytingum á skrifstofu Eflingar en í þær hefði mátt fara með öðrum hætti,“ segir hún.

Lengra viðtal við hana má nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert