Ný Björgunarmiðstöð rís í Reykjavík

Fulltrúar viðbragðsaðila við undirritun í dag.
Fulltrúar viðbragðsaðila við undirritun í dag. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í efnahags- og fjármálaráðuneytinu og Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar undirrituðu í dag samning um 30 þúsund fermetra lóð fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila, svokallaða Björgunarmiðstöð, milli Kleppssvæðisins og Holtagarða.

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Jón Gunnarsson, …
Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslunnar, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í efnahags- og fjármálaráðuneytinu. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Í staðinn fær borgin lóð, áþekka að stærð, við Borgarspítala í Fossvogi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 

Þar segir að unnið hafi verið undirbúningi sameiginlegrar byggingar fyrir löggæslu- og  viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu frá því í júní í fyrra. Embætti ríkislögreglustjóra, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæsla Íslands, Tollgæslan, Neyðarlínan, Slysavarnafélagið Landsbjörg og yfirstjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins munu hafa aðstöðu í Björgunarmiðstöðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert