Sakaði for­menn stjórn­ar­flokk­anna um lygar

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, sakaði for­menn stjórn­ar­flokk­anna um að ljúga til um ákvörðunina að leggja niður Banksýslu ríkisins, á Alþingi í dag í óundirbúnum fyrirspurnatíma.

„Það vekur mikla furðu hvernig formenn ríkisstjórnarflokkanna ákváðu málið sín á milli um páskahelgina,“ sagði Sigmar. 

Gagnrýndi hann orðalag í yfirlýsingu þar sem sagði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja niður Bankasýsluna. 

„Þessi yfirlýsing er röng. Ríkisstjórnin ákvað ekkert því að ríkisstjórnin hélt enga fundi í tvær vikur, frá 8. apríl til 22. apríl.“

Þá benti Sigmar á að ákvörðunin að leggja niður stofn sem ber ábyrgð á 400 milljóna eignarhluti ríkisins sé meiriháttar stjórnarmálefni sem „verðskuldar yfirlegu allrar ríkisstjórnarinnar“.

Háð samþykki á lagabreytingu 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði Sigmari og sagði að í yfirlýsingunni væri kveðið á um að formenn stjórnarflokkanna hafi verið ásáttir um tiltekin efnisatriði.

„Slík áform teljast ekki ákvörðun í hefðbundnum skilningi þess máls þegar við ræðum hvaða erindi eigi inn á ríkisstjórnarfund og hvað á erindi inn á fund ráðherranna.“

Þá nefndi Katrín að slík breyting sé háð því að Alþingi samþykki lagabreytingar.

„Forystumenn stjórnarflokkanna eru forrystumenn ríkisstjórnarinnar og tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Mér finnst þett ákveðin orðhengilsháttur sem birtist hér,“ sagði hún og bætti við að um pólitíska yfirlýsingu hafi verið að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert