Lögreglan þarf að leita til járnsmiðs

Listaverkið umdeilda þegar það stóð fyrir framan Marshallhúsið. Lögregla fjarlægði …
Listaverkið umdeilda þegar það stóð fyrir framan Marshallhúsið. Lögregla fjarlægði verkið þaðan fyrir helgi og flutti vestur.

„Verkin eru í geymslu hjá okkur og næsta skref er að leita leiða til að skilja þau í sundur,“ segir Jónas Hallgrímur Ottósson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Vesturlandi.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu á laugardag fjarlægði lögreglan á föstudag listaverkið Farangursheimild sem stóð fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík. Hluti af verkinu var bronsstyttan Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku eftir Ásmund Sveinsson sem stolið var frá Laugarbrekku á Snæfellsnesi í byrjun mánaðarins. Stytta Ásmundar er af Guðríði Þorbjarnardóttur sem einnig er þekkt sem Guðríður víðförla en hún var uppi í kringum árið 1000. Skúlptúrinn Farangursheimild var afhjúpaður á bílaplani Marshallhússins 9. apríl síðastliðinn. Verkið samanstendur annars vegar af geimflaug og skotpalli úr brotajárni og hins vegar af bronsstyttu Ásmundar og eru listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir höfundar verksins.

Jónas segir að fara verði að öllu með gát við að skilja verkin í sundur. „Við þurfum að fá einhvern sem kann að vinna með járn. Svo þarf að finna hvernig er best að fjarlægja styttu Ásmundar og valda sem minnstum skaða. Við þurfum auðvitað að tryggja að við séum ekki að brjóta á rétti listamannanna, það er höfundarréttur að þessu öllu saman.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka