Þarf viðhald og þjálfun til að koma Þristinum í loftið

Hér má sjá Þristinn. Flugvélar sem varðveita á til framtíðar …
Hér má sjá Þristinn. Flugvélar sem varðveita á til framtíðar þurfa helst að snúast, vera flughæfar. Það kallar á viðhald mbl.is/Theodór Þórðarson

Stjórn Þristavinafélagsins er að kanna hvort hægt verði að fljúga Douglas DC-3-flugvélinni Páli Sveinssyni í sumar. Vélin er varðveitt á Flugsafni Íslands á Akureyri. Ekki var hægt að fljúga henni í fyrra og á árinu þar á undan, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Það er mjög mikilvægt að koma vélinni í flughæft ástand og fljúga henni,“ segir Tómas Dagur Helgason, formaður Þristavinafélagsins, og heldur áfram: „Ef varðveita á flugvél er mikilvægt að hlutirnir snúist og hún sé virk. Þannig varðveitist hún betur. Vélin þjónaði landsmönnum vel til ársins 1972 og við teljum mikilvægt að sýna hana þannig að fólk sjái hana á flugi og heyri í henni en hljóðið er eins og fínasta sinfónía fyrir okkur flugnörda. Raunar tala margir um vorboðann þegar þeir heyra í henni.“

Ástæðan fyrir því að óvissa er um hvort vélin kemst í loftið í sumar er peningaleysi hjá félaginu. Tómas segir að nokkur viðamikil viðhaldsverkefni liggi fyrir. Komið er að því að skoða og yfirfara hreyfilblöð og slökkviflöskur fyrir annan mótorinn. Verður að senda hlutina til Hollands í þeim tilgangi. Jafnframt þarf að þjálfa flugmenn og flugvirkja. Réttindi þeirra sem flogið hafa vélinni eru útrunnin og fjölga þarf í hópnum. Þetta þarf sömuleiðis að gera í flughermi í Hollandi og í framhaldinu með æfingaflugi á vélinni sjálfri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert