34 vegabréf með hlutlausri skráningu

mbl.is/Hjörtur

Gefin hafa verið út 34 vegabréf hér á landi með hlutlausri skráningu kyns en heimilt var að sækja um slíka skráningu hjá Þjóðskrá Íslands í byrjun síðasta árs.

Þetta kemur fram í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata, á Alþingi. Þar kemur einnig fram, að dómsmálaráðuneytinu sé ekki kunningt um að fólk með hlutlausa skráningu kyns í vegabréfi verði fyrir áreitni eða fordómum, sé tafið eða lendi í öðrum vandræðum í tengslum við kynskráninguna á ferðalögum. Ekki hafi verið gripið til sérstakra aðgerða af hálfu ráðuneytisins til að koma í veg fyrir að slíkt gerist.

Þá hefur dómsmálaráðuneytið ekki upplýsingar um hvort eða hvaða ríki viðurkenni ekki vegabréf erlendra ríkisborgara með hlutlausa skráningu kyns.

Andrés Ingi spurði ráðherra hvort komið hafi til athugunar að kyn einstaklinga verði ekki skráð í íslensk vegabréf eða hvort til greina komi að breyta reglum um vegabréf á þann hátt að einstaklingi með hlutlausa skráningu kyns sé heimiluð handhöfn aukavegabréfs með annarri skráningu kyns, sem nota megi þar sem hlutlaus skráning kyns í vegabréfi geti verið handhafa til ama. Þessum spurningum er svarað neitandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert