Borgin dæmd til þess að greiða 3,5 milljónir

Sundhöll Reykjavíkur.
Sundhöll Reykjavíkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reykjavíkur var dæmd til að greiða konu skaðabætur upp á rúmlega 3,5 milljónir vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir er hún fell á sundlaugarbakka við útilaug Sundhallar Reykjavíkur í desember 2018.

Konan hafði verið að labba út úr kvennaklefanum í átt að heitum potti er hún rann á blárri mottu, sem hafði verið komið fyrir við bakkann, með þeim afleiðingum að hún handleggsbrotnaði og hlaut mar á hnéð.

Frá því að útisundlaug Sundhallarinnar var tekin í notkun til 5. september 2019 hafði verið tilkynnt 14 hálkuslys á 21 mánaðar tímabili.

Ekki hægt að kenna hálku um

Í dómnum er kveðið um það að ljóst hafi verið að bakkarnir við útisundlaugina hafi verið hálli en gert var ráð fyrir og í slysaskýrslu sem starfsmaður sundlaugarinnar fyllti út stóð að bakkinn hafi verið sleipur.

Borgin hafði ráðist í úrbætur á vandamálinu, með því að bera efni á bakkann sem dró úr fallhættu, en þeim framkvæmdum hafi ekki verið lokið þegar slys konunnar átti sér stað. 

Einnig segir að ekki sé hægt að kenna hálku um slysið þar sem hitastig var vel yfir frostmarki þann dag sem konan rann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert