Hópuppsögn ekki dregin til baka

Sólveig Anna Jónsdóttir á fundinum í kvöld.
Sólveig Anna Jónsdóttir á fundinum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tillaga um að hópuppsögn á skrifstofu Eflingar yrði dregin til baka var felld með 152 atkvæðum gegn 106 á félagsfundi stéttarfélagsins sem haldinn var í kvöld.

Fundurinn var boðaður seint á sunnudagskvöld eftir að tæplega fimm hundruð félagsmenn stéttarfélagsins knúðu fram fundinn til að mótmæla ákvörðun stjórnar Eflingar um að reka allt starfsfólk skrifstofu félagsins. 

Þrír skiluðu auðu í atkvæðagreiðslu um tillöguna, sem hljómaði svo:

„Félagsfundur Eflingar-stéttarfélags, æðsta vald félagsins á milli aðalfunda, afturkallar hópuppsögn þá og allar aðrar uppsagnir sem samþykktar voru af stjórn félagsins þann 11. apríl sl. og tilkynntar nokkru síðar. Fundurinn samþykkir jafnframt að stjórn félagsins skuli svo fljótt sem verða má, leggja fyrir félagsfund áætlun sína um breytt skipulag á skrifstofu félagsins og hvernig þeim breytingum skuli hrint í framkvæmd. Sá fundur skal boðaður með einnar viku fyrirvara hið minnsta og tillögur stjórnar kynntar samhliða fundarboði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert