Mæting langtímaveikra skjóti skökku við

Sólveig Anna á fundinum í kvöld.
Sólveig Anna á fundinum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði það skjóta skökku við að starfsfólk sem hefur skilað inn langtímaveikindavottorði sæi sér fært að mæta á fund Eflingar í kvöld.

Mikill hiti var í fundargestum fyrir en við þessi orð æstist salurinn enn frekar. Fundurinn stendur enn yfir.

Verkefnum útvistað

Erfitt hefur verið að sinna þjónustu á skrifstofu Eflingar eftir uppsagnir alls starfsfólks fyrr í mánuðinum en verkefnum hefur verið útvistað til lögmannaþjónustu og bókhaldsfyrirtækis til að halda skrifstofunni gangandi.

Átta starfsmenn munu hafa sótt um störf að nýju hjá Eflingu.

Frá fundinum í Valsheimilinu.
Frá fundinum í Valsheimilinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert