María Jóna Samúelsdóttir, Guðmundur Pétur Ólafsson og Óli Rúnar Jónsson koma ný inn í framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar samkvæmt nýju skipuriti fyrirtækisins.
María Jóna tekur við sem framkvæmdarstjóri Danól, Guðmundur tekur við sem framkvæmdarstjóri sölusviðs óáfengra drykkja og Óli Rúnar bætist við sem framkvæmdarstjóri markaðssviðs, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.
María Jóna hóf störf hjá Danól árið 2007. Hún er með Bsc í viðskiptafræði frá HR, Msc í þjónustustjórnun frá Hí, er viðurkenndur stjórnarmaður frá Akamias. Við samruna fyrirtækisins við Ölgerðina var hún sölu- og markaðsstjóri snyrti- og sérvörusviðs.
Óli Rúnar hóf störf hjá Ölgerðinni árið 2007 og annaðist markaðsmál ávaxtasafaframleiðslu Sólar, var vörumerkjastjóri PepsiCo, Carlsberg Group, bjórvörumerkja Ölgerðarinnar og hefur síðustu ár stýrt útflutningi félagsins og verið forstöðumaður viðskiptaþróunar. Óli er með Bsc í viðskiptafræði frá HR.
Guðmundur Pétur er með Bsc í viðskiptafræði frá HÍ og mastersgráðu í fjármálum frá Barcelona School of Economics. Hann hefur sinnt margvíslegum störfum innan Ölgerðarinnar frá því að hann hóf störf hjá félaginu árið 2013, m.a. starfi vörumerkjastjóra fyrir Carlsberg Group og stöðu rekstrarstjóra fyrirtækjasviðs. Frá árinu 1019 hefur hann verið sölu- og markaðsstjóri áfengra drykkja hjá félaginu.