Mikið tjón í Listaháskólanum

Tjónið var í byggingu skólans við Þverholt.
Tjónið var í byggingu skólans við Þverholt. Ljósmynd/LHÍ

Mikið vatnstjón varð í byggingu Listaháskóla Íslands í Þverholti seinnipartinn í gær þegar brunavarnarkerfi fór af stað fyrir slysni. Rúv greindi fyrst frá.

Í samtali við mbl.is segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að um 180 fermetrar hafi farið undir vatn og tók það slökkviliðið rúman klukkutíma að hreinsa það burt.

Umfang tjónsins liggur ekki fyrir en húsnæðið virðist ekki starfhæft.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert