Möguleiki á hrávöruskorti

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Verð á hrávöru hækkar hratt þessa dagana og möguleiki er á skorti á ákveðnum hráefnum til lengri tíma. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrir ríkisstjórnina í gær. Er þar minnst sérstaklega á sólblómaolíu, kjúklingakjöt og sólblómalesitín í því samhengi.

Í minnisblaðinu er vísað til upplýsinga frá hagsmunaamtökum fyrirtækja í verslun og inn- og útflutningi en þar segir að sífellt erfiðara verði að útvega vörur á borð við kjúklinga- og nautakjöt nema þá á háu verði, m.a. vegna hækkandi orku- , fóður- og áburðarkostnaðar.

Bæta við gjöldum

Sömu samtök segja miklar verðhækkanir framundan. Þá séu birgjar farnir að bæta ýmsum gjöldum ofan á verð, eins og t.d. orkugjaldi og olíugjaldi, kassa- og brettagjaldi.

Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri heildsölunnar Ó. Johnson & Kaaber ehf., segir í samtali við Morgunblaðið að heilt yfir séu einhverjar verðhækkanir á leiðinni á hveiti og mjöli, sem tengist stríðsrekstrinum í Úkraínu. „Það eru fyrst og fremst slíkar vörur sem verð er að hækka á,“ segir Ólafur í samtali við Morgunblaðið. „Úkraína og Rússland eru það umsvifamikil í framleiðslu á þessum vörum.“

Hann segir að hækkanir muni því verða á öllum vörum sem bakaðar eru úr hveiti. „Það eru allir að reyna að sýna ábyrgð og halda hækkunum í skefjum. Þetta var eitthvað sem menn bjuggust ekki við, eftir það sem á undan var gengið í faraldrinum.“

Ólafur segir að litið sé á þessar hækkanir sem tímabundnar. Enginn viti þó hvenær stríðið klárist og hlutirnir komist aftur í eðlilegt horf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert