Sólveig fékk ekki að stýra fundinum

Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir fund Eflingar í kvöld.
Sólveig Anna Jónsdóttir fyrir fund Eflingar í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundur Eflingar hófst fyrir skömmu eftir um nær hálf­tíma töf þar sem enn streymdi fjölda fólks að eft­ir klukk­an sex. 

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, opnaði fundinn og sagði að þrátt fyrir mismunandi skoðanir innan hópsins gætu allir verið sammála um að lýðræðisvæðing félagsins sem hafi átt sér stað síðan árið 2018 sé jákvæð.

Strax í upphafi fundar var gerð athugasemd úr sal við tillögu Sólveigar Önnu um að hún sjálf myndi stýra fundinum. Mikill hiti virtist vera í fólki vegna tillögunnar en fundargestir hrópuðu og kölluðu sín á milli.

Sólveig bað um traust og sagðist geta sjálf ráðið við að stýra fundinum.

Niðurstaðan var að Halldór Oddsson, lögmaður ASÍ, var kjörinn fundarstjóri.

Dagskrá fundarins ekki í samræmi við óskir

Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir, ritari í stjórn Eflingar, gerði athugasemd við það að dagskrá fundarins væri ekki í samræmi við það sem óskað var eftir samkvæmt undirskriftarlista.

Dagskrármál fundarins eru tvö: kynning Sólveigar á skipulagsbreytingum innan skrifstofu Eflingar annars vegar og tillaga um að hópuppsagnirnar verði dregnar til baka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert