Vísa þurfti ketti út af fundi Eflingar

Kötturinn þurfti að víkja og sést hér fyrir utan Valsheimilið.
Kötturinn þurfti að víkja og sést hér fyrir utan Valsheimilið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagsfundur stéttarfélagsins Eflingar, sem boðað var til seint á sunnudagskvöld, er nú að hefjast í Valsheimilinu að Hlíðarenda.

Fundurinn tafðist um nær hálftíma þar sem enn streymdi fjölda fólks að eftir klukkan sex. Öllu starfs­fólki skrif­stof­u félagsins var sagt upp fyrr í mánuðinum.

Frá fundinum í Valsheimilinu.
Frá fundinum í Valsheimilinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lófatak þegar Sólveig Anna mætti

Til tíðinda dró áður en fundurinn hófst, þegar fundarstjóri fór í pontu og tilkynnti að hann hefði upplýsingar um það að köttur væri í fundarsalnum. Það væri ekki heimilt og þurfti þá að fjarlægja köttinn.

Lófatak mátti heyra þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður félagsins, kom inn í salinn.

Sólveig er mætt til fundarins.
Sólveig er mætt til fundarins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert