Enn beðið eftir leyfi til geimskots

Eldflaugarskot frá aðsetri skoska fyrirtækisins, sem bíður þess að fá …
Eldflaugarskot frá aðsetri skoska fyrirtækisins, sem bíður þess að fá leyfi íslenskra stjórnvalda til að skjóta aftur upp eldflaug frá Langanesi. Ljósmynd/Nickie Finnegan

Margra mánaða bið hefur orðið á að hægt væri að skjóta eldflaug á loft frá Langanesi vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki veitt til þess leyfi. Á þetta að verða stærsta geimskot frá Evrópu til þessa og er liður í að skjóta fyrstu eldflauginni á sporbraut umhverfis jörðu en stefnt er að því að gera það frá Bretlandi á næsta ári.

Skoska eldflaugafyrirtækið Skyrora stendur fyrir þessum tilraunum. Það skaut upp eldflaug, Skylark Micro, frá Langanesi í ágúst 2020. Áformað var að skjóta upp annarri eldflaug í september 2021, Skylark L, sem á að fara hærra. Allt er tilbúið, geimhöfn, eldflaug og eldsneyti, en leyfi hefur ekki fengist frá stjórnvöldum. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur Samgöngustofa ekki treyst sér til að veita leyfi og borið hefur á því að mismunandi stofnanir ríkisins vísi ábyrgðinni hver á aðra.

Áhugavert verkefni

Skyrora hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að veita leyfi og binda með því enda á margra mánaða töf á stærsta geimskoti Evrópu til þessa. Vísað er til þess að fyrirhugað geimskot á Íslandi myndi innsigla nýtt lykilsamband evrópskra geimvísinda, í kjölfar viljayfirlýsingar Íslands og Bretlands sem undirritað var í ágúst 2021.

Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, segir að ekkert sé til fyrirstöðu af hálfu heimamanna. Fyrri eldflauginni hafi verið skotið frá Sauðanesi en nú vilji Skyrora færa sig út á jörðina Brimnes, utar á Langanesi. Sveitarfélagið á þá jörð. Jafnframt þurfi leyfi annarra landeigenda fyrir mælingum í tengslum við geimskotið og veit Jónas ekki annað en þau hafi fengist. Mælitæki og tilheyrandi kaplar séu ofanjarðar, verði fjarlægðir að loknu verkefni og hafi því ekki umhverfisáhrif.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert