Katrín og Bjarni höfðu líka áhyggjur

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra segir að bæði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi deilt áhyggjum hennar af þeirri aðferð sem notuð var við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Hvers vegna var ekki tekið mark á réttmætum áhyggjum og forspá viðskiptaráðherra?“ spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sem beindi fyrirspurn til Lilju á þingi.

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata. mbl.is/Kristinn Magnússon

Háttvirtur þingmaður beinir spurningu til mín varðandi viðbrögð forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra varðandi þær áhyggjur eða þær efasemdir sem ég hafði um þessa aðferð. Ég get upplýst þingið um að þau höfðu líka þessar áhyggjur,“ sagði Lilja.

„Það var þannig að það kemur tillaga frá Bankasýslu ríkisins um að þessi aðferð sé til þess fallin að hámarka verð á þessari eign og þessi aðferð sé sú sem sé alls staðar beitt um allan heim. Ég verð bara að viðurkenna það að ég hafði ákveðnar efasemdir um þetta, sérstaklega í ljósi þess að hér varð risastórt fjármálahrun og traustið í íslensku samfélagi fór,“ bætti ráðherra við.

Hún sagði að Bjarni Benediktsson væri þegar byrjaður að axla ábyrgð með því að óska eftir því að Ríkisendurskoðun skoði málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert