Vilja auka framleiðslu og sölu raforku

Orkuveitan. Orkuveita Reykjavíkur. OR-húsið.
Orkuveitan. Orkuveita Reykjavíkur. OR-húsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við lögðum þessa tillögu fram á aðalfundi Orkuveitunnar í dag,“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness, og vísar þar í tillögu frá bæjarstjórn Akraness sem samþykkt var á bæjarstjórnarfundi 26. apríl.  Þar er lagt til að Orkuveitan leggi aukna áherslu á framleiðslu og sölu raforku í starfsemi sinni.

„Tillagan var borin upp með tveggja daga fyrirvara en á fundinum var óskað eftir því að hún yrði tekin til afgreiðslu á framhalds aðalfundi sem á svo eftir að fara fram.“

Hann segir enga dagsetningu komna á framhalds aðalfundinn, en að fresturinn sé til þess að „aðrir eigendur hafi tök áþví að fjalla um hana og taka afstöðu til hennar áður en hún verður formlega afgreidd.“

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. mbl.is/Sigurður Bogi

Í tillögunni segir: „Fyrirsjáanlegur er mikill vöxtur í eftirspurn eftir grænni orku sem framleidd er með sjálfbærum hætti m.a. vegnamarkmiða um orkuskipti og jarðefnaeldsneytislaust Ísland árið 2040, með tilheyrandi tækifærum í aukningu á verðmætasköpun fyrirtækisins. Orkuveitan, sem er eitt öflugasta orkufyrirtæki landsins, á að vera í fararbroddi þegar kemur að fullnýtingu sjálfbærra auðlinda sem fyrirtækinu er treyst fyrir og nýta þau tækifæri sem felast í því að þróa þekktar tæknilausnir til að lágmarka orkusóun og bæta orkunýtingu þeirra auðlindastrauma sem nú þegar eru virkjaðir.“

Allir bæjarfulltrúar skrifuðu undir

Mikil samstaða var hjá Akranesbæ um tillöguna, en allir bæjarfulltrúar bæjarins skrifuðu undir hana.

„Eins og kemur fram í tillögunni viljum við sjá Orkuveituna nýta þá möguleika sem við nefnum. Auðvitað þyrfti síðan að vinna úr tillögunni verði hún samþykkt. Okkar tillögur eru ákall um að Orkuveitan verði í fararbroddi inn í nýja tíma. En annars vil ég bara leyfa tillögunni að standa og gefa öðrum eigendum tækifæri til að skoða hana svo við getum í sameiningu tekið ákvörðun um framhaldið verði hún samþykkt en nægt framboð á orku getur skipt sköpum í atvinnuþróun á landsbyggðinni.”

Tillaga Akranesbæjar sem lögð var fyrir eigendafund OR í dag.
Tillaga Akranesbæjar sem lögð var fyrir eigendafund OR í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert