Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra mætir í dag á opinn fund fjárlaganefndar Alþingis vegna sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka.
Þingmenn sem skipa nefndina fá þá tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr um allt sem varðar söluna. Fulltrúar á vegum Bankasýslu ríkisins sátu einnig fyrir svörum á fundi fjárlaganefndar á miðvikudag.
Fundurinn hefst klukkan 08:30 og verður í beinni útsendingu hér að neðan.