Greiðir 15 milljarða í arð

Landsvirkjun.
Landsvirkjun. mbl.is/Jón Pétur

Á aðal­fund­i Landsvirkjunar í dag jafn­framt samþykkt til­laga stjórn­ar um arðgreiðslu til eig­enda að fjár­hæð 15 millj­arðar króna fyr­ir árið 2021.

Á fundinum skipaði jafnframt fjármálaráðherra í stjórn Landsvirkjunar, samkvæmt lögum um fyrirtækið.  

Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Gunnar Tryggvason, Jón Björn Hákonarson og Soffía Björk Guðmundsdóttir. Sú breyting varð því, að Soffía Björk kom ný inn í stjórn í stað Hákonar Hákonarsonar. 

Vara­menn í stjórn Lands­virkj­un­ar eru Jens Garðar Helgason, Ragnar Óskarsson, Guðveig Eyglóardóttir, Jón Bragi Gunnlaugsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.

„Aðal­fund­ur­inn staðfesti skýrslu frá­far­andi stjórn­ar og sam­stæðureikn­ing fyr­ir liðið reikn­ings­ár. Á aðal­fund­in­um var jafn­framt samþykkt til­laga stjórn­ar um arðgreiðslu til eig­enda að fjár­hæð 15 millj­arðar króna fyr­ir árið 2021.

Deloitte ehf. var kosið end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæki Lands­virkj­un­ar.“

Þá segir, að á fyrsta fundi nýrr­ar stjórn­ar eft­ir aðal­fund hafi Jón­as Þór Guðmunds­son verið endurkjör­inn formaður stjórn­ar. Jón Björn Hákonarson er nýr vara­formaður.

Ra­f­ræna árs­skýrslu og árs­reikn­ing Lands­virkj­un­ar fyr­ir árið 2021 má finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert