Á aðalfundi Landsvirkjunar í dag jafnframt samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 15 milljarðar króna fyrir árið 2021.
Á fundinum skipaði jafnframt fjármálaráðherra í stjórn Landsvirkjunar, samkvæmt lögum um fyrirtækið.
Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Gunnar Tryggvason, Jón Björn Hákonarson og Soffía Björk Guðmundsdóttir. Sú breyting varð því, að Soffía Björk kom ný inn í stjórn í stað Hákonar Hákonarsonar.
Varamenn í stjórn Landsvirkjunar eru Jens Garðar Helgason, Ragnar Óskarsson, Guðveig Eyglóardóttir, Jón Bragi Gunnlaugsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir.
„Aðalfundurinn staðfesti skýrslu fráfarandi stjórnar og samstæðureikning fyrir liðið reikningsár. Á aðalfundinum var jafnframt samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 15 milljarðar króna fyrir árið 2021.
Deloitte ehf. var kosið endurskoðunarfyrirtæki Landsvirkjunar.“
Þá segir, að á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund hafi Jónas Þór Guðmundsson verið endurkjörinn formaður stjórnar. Jón Björn Hákonarson er nýr varaformaður.
Rafræna ársskýrslu og ársreikning Landsvirkjunar fyrir árið 2021 má finna hér.