Seðlabankinn þurfi að beita sér

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 7,2%, samanborið við 6,7% í mars. Verðbólgan hefur ekki mælst hærri síðan í maí 2010 þegar hún var 7,5%.

Greining Íslandsbanka og Hagsjá Landsbankans rekja að húsnæðisliðurinn sé helsti valdur að aukinni verðbólgu en markaðsverð íbúðarhúsnæðis hækkaði alls um 2,7% á milli mánaða samkvæmt gögnum Hagstofu og þá hækkaði reiknuð húsaleiga um 2,4% á milli mánaða. Auk þess hafa hærri flugfargjöld áhrif á aukna verðbólgu, en hærri fargjöld til útlanda skýrast af hækkandi eldsneytisverði og aukinni eftirspurn eftir flugi.

Lilja D. Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarráðherra, segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að Seðlabankinn muni þurfa að „gera allt sem í hans valdi stendur til að væntingastjórnin sé skýr og einbeita sér að því að verðbólgan hörfi“ eins og hún orðar það. Þá segir hún að ríkisfjármálin þurfi jafnframt að vera aðhaldssöm til að styðja við peningastefnuna ásamt því sem vinnumarkaðurinn verði að taka tillit til aðstæðna.

„Staðan í efnahagsmálum er sannarlega vandasöm, því seðlabankar heimsins mega ekki stíga það fast á bremsurnar að þeir framkalli efnahagskreppu, sérstaklega í ljósi þess að heimsbúskapurinn var rétt að ná sér eftir farsóttina,“ segir Lilja og bætir við að þrátt fyrir efnahagsáskoranir búi íslenska hagkerfið yfir miklum viðnámsþrótti. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka