Kippti sér ekki upp við það ef hún væri á listanum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, segir listann ekki hafa …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra Íslands, segir listann ekki hafa áhrif á stefnum íslenskra stjórnvalda. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir bannlista rússneskra stjórnvalda ekki hafa minnstu áhrif á stefnu íslenskra stjórnvalda. Hún segir Rússa ekki vilja gefa upp hverjir eru á listanum en að sjálf myndi hún ekki kippa sér upp við það ef hún væri á honum.

„Það segir sína sögu að Rússar vilja ekki gefa upp hvaða nöfn eru á þessum lista heldur muni það koma í ljós ef einhver á listanum sækir um vegabréfsáritun. Mér þykir nefnilega ekki ósennilegt að ýmsum á listanum þætti það vera upphafning að vera þar tilgreindir,“ skrifar Þórdís í færslu á Facebook í dag. 

Í gær var greint frá því að níu Íslendingar hafi verið settir á listann og að þeim yrði meinað að ferðast til Rússlands. Beinast aðgerðir Rússa einnig að 15 Norðmönnum, þremur Grænlendingum og þremur Færeyingum.

Á listanum eru sagðir vera þingmenn, ráðherrar og fólk úr viðskiptalífi, menntaheiminum og fjölmiðlum sem hafi ýtt undir and-rússneska umræðu og mótað stefnu sem beinist gegn Rússlandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert