Stjörnum prýdd mótmæli við Austurvöll

Reykjavíkurdætur hita upp fyrir mótmælin á Austurvelli.
Reykjavíkurdætur hita upp fyrir mótmælin á Austurvelli. mbl.is/Óttar Geirsson

Fjöldi þekktra Íslendinga lagði leið sína á fjölmenn mótmæli við Austurvöll í Reykjavík í dag. Reykjavíkurdætur hituðu upp fyrir mótmælin, Rebecca Scott Lord fór með gamanmál og Brynja Hjálmsdóttir flutti ljóð. 

Mótmælt er í fjóra skipti vegna sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka en mótmælin yfirskriftina „Burt með Bjarna og spillinguna“. Við Ráðhústorgið á Akureyri standa einnig yfir mótmæli.

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona lét sig ekki vanta en hún tók einnig til máls. Hundur í óskilum mun ljúka dagskránni með nokkrum lögum. Á meðal þeirra sem mættu einnig á mótmælin eru tónlistarkonan Salka Sól Eyfeld, leikarinn Þröstur Leó Gunnarson og Alexandra Briem forseti borgarstjórnar.

Salka Sól Eyfeld lagði leið sína á Austurvöll í dag.
Salka Sól Eyfeld lagði leið sína á Austurvöll í dag. mbl.is/Óttar Geirsson
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir til vinstri og Alexöndru Briem má sjá …
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir til vinstri og Alexöndru Briem má sjá í bakgrunn til hægri. mbl.is/Óttar Geirsson
Þröstur Leó Gunnarsson.
Þröstur Leó Gunnarsson. mbl.is/Óttar Geirsson
Reykjavíkurdætur stilltu sér upp með ungum aðdáanda.
Reykjavíkurdætur stilltu sér upp með ungum aðdáanda. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert