Tekið á móti veikum og slösuðum böngsum í dag

Öll börn eru velkomin á Bangsaspítalann í dag með veika …
Öll börn eru velkomin á Bangsaspítalann í dag með veika eða slasaða bangsa. mbl.is/Óttar

Bangsaspítalinn stendur yfir í dag á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og er öllum börnum, ásamt foreldrum/forráðamönnum, boðið að koma í heimsókn með veika eða slasaða bangsa.

mbl.is/Óttar

Tilgangur verkefnisins er tvíþættur: Annars vegar til að fyrirbyggja hræðslu hjá börnum við lækna og heilbrigðisstarfsfólk og hins vegar að gefa læknanemum á yngri árum tækifæri til að æfa samskipti við börn og aðstandendur.

Heimsóknin fer þannig fram að hvert barn kemur með sinn eigin bangsa á heilsugæsluna í Efstaleiti, Höfða eða Sólvangi.

mbl.is/Óttar

Gott er að ræða fyrirfram við barnið um það hvernig bangsinn er veikur (hvort hann sé t.d. með hálsbólgu, magapest eða brotinn fót). Þegar á heilsugæsluna er komið fær barnið að innrita bangsann og að því loknu kemur bangsalæknir og vísar barninu inn á læknastofu þar sem læknirinn skoðar bangsann og veitir honum þá aðhlynningu sem hann þarf á að halda.

Bangsaspítalinn er opinn til klukkan 16 í dag.

Hér má sjá frekari upplýsingar um viðburðinn.

mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert