Vilja gjaldfrjálsa leikskóla í Garðabæ

Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar í Garðabæ, og Guðlaugur Kristmundsson …
Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar í Garðabæ, og Guðlaugur Kristmundsson sem skipar 2. sæti á listanum, kynntu stefnumál flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Viðreisn í Garðabæ vill lækka leikskólagjöld strax og stefna á gjaldfrjálsan leikskóla. Þá vill flokkurinn að bærinn taki forystu í leikskólamálum og þrýsta á kerfisbreytingu á starfsumhverfi leikskólakennara svo það samræmis starfsumhverfi grunnskólakennara. Þetta er meðal þess sem kom fram í kynningu Viðreisnar á stefnumálum sínum fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor.

Á meðal stefnumála Viðreisnar er einnig að fólk hafi alvöru val um sumarfrístund fyrir börn og systkinaafslátt í íþróttir og tómstundir. Auk þess leggur flokkurinn ríka áherslu á að hækka þjónustustig við þau sem styðjast við félagsþjónustu, ekki síst fötluðu fólki og fjölskyldum fatlaðra barna.

Viðreisn vill markvissa uppbyggingu á félagslegu húsnæði og tryggja að fimm prósent af öllum nýjum íbúðum verði fyrir félagslegt húsnæði. 

Þriðja megináhersla Viðreisnar snýr að umhverfismálum og að íbúar hafi raunverulegt val um umhverfisvænan lífsstíl.  Í Garðabæ þurfi uppbyggingu svokallaðra „15 mínútna hverfa“  með öflugum almenninssamgöngum og blómlegri atvinnustarfsemi. 

Fleiri stefnumál Viðreisnar í Garðabæ má kynna sér á vef flokksins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert