Á hlaupum frá því klukkan 9 í gærmorgun

Mari og Þorleifur eru tvö eftir, löngu búin að setja …
Mari og Þorleifur eru tvö eftir, löngu búin að setja Íslandsmet. Ljósmynd/ Náttúruhlaup

Mari Järsk og Þor­leifur Þor­leifs­son eru búin að vera á hlaupum í þrjátíu og tvær klukkustundir og hafa á þeim tíma lagt undir fót rúma tvöhundruð og tuttugu kílómetra en Íslandsmet var slegið þegar þau luku við hundrað sjötugasta og fyrsta kílómeterinn.

Þau eru þátttakendur í keppni sem Náttúruhlaup standa fyrir og fer fram í Öskjuhlíðinni. Keppnin hófst klukkan 9 í gærmorgun en hún fer þannig fram að keppendur fá klukkustund til þess að ljúka við 6,75 kílómetra langan hring. 

Klári þau innan þess tíma fá þau pásu þar til ræst er á ný, en ræst er í nýjan hring á hverri klukkustund. 

„Þau eru að hlaupa þetta á svona fimmtíu mínútum núna,“ segir Sigurjón Ernir Sturluson, einkaþjálfari, en hann tók líka þátt í hlaupinu og hljóp samtals 126 kílómetra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert