Birti svör starfsmanna Eflingar um fyrri störf

Efling.
Efling. Samsett mynd/mbl.is

Vala Árnadóttir, fyrrverandi starfsmaður Eflingar, birti færslu á facebook-síðu sinni þar sem hún lýsti því yfir að á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, taki hópuppsögn allra starfsmanna Eflingar gildi.

„Þar sem Sólveig Anna og hennar stuðningsfólk hættir ekki að tala um starfsfólk skrifstofu Eflingar sem millistéttarfólk sem engan skilning hefur á raunveruleika verkafólks þá spurði ég starfsfólk við hvað það starfaði áður en það kom til starfa á skrifstofu Eflingar,“ segir í færslunni.

Alls svöruðu 24 konur og 3 menn en 13 þessara starfsmanna eru konur af erlendum uppruna.

Svör starfsmanna Eflingar við spurningu Völu voru meðal annars umönnun í þjónustuíbúðum aldraðra, leikskólaleiðbeinandi, þrif, afgreiðsla í verslun, skólaliði, vinna við sorphirðu, stundakennari og fleira en Vala sundurliðar svörin í færslu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert