Gæti orðið skortur á leiðsögumönnum

Gera má ráð fyrir að nóg verði að gera hjá …
Gera má ráð fyrir að nóg verði að gera hjá íslenskum leiðsögumönnum í sumar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sumarið fram undan og næstu misseri líta vel út og bjart er framundan í íslenskri ferðaþjónustu, jafnvel svo að stefnir í skort á mannafla, þar á meðal á leiðsögumönnum. Þetta kom fram í máli Friðriks Rafnssonar, formanns Leiðsagnar, stéttarfélags leiðsögumanna, á aðalfundi félagsins á þriðjudaginn.

„Við okkur blasir nefnilega sú staðreynd að þegar pestin skall á og fótunum var skyndilega kippt undan lífsviðurværi okkar áttuðu margir vanir og faglegir leiðsögumenn sig á því hversu ótraust og illa launað leiðsögumannsstarfið er og fengu sér tryggari og betur launaða vinnu,“ sagði hann.

Friðrik sagði að einn fylgifiskur slíkrar stöðu væri að ferðaþjónustufyrirtækin væru farin að ráða nánast hvern sem er til leiðsögustarfa. Félagið hefði undanfarnar vikur fengið sífellt fleiri tilkynningar um að þar væri því miður ekki farið að kjarasamningum. Viðbrögð félagsins hafi verið að ganga mun betur eftir kærumálum sem þessum heldur en gert hefur verið undanfarin ár og leita til þess aðstoðar sérfróðra lögmanna, auk þess sem félagið hefur notið liðsinnis VR, ASÍ og fleiri aðila.

Friðrik sagði að þessi vinnubrögð félagsins væru þegar farin að bera árangur sem sæist á því að nokkur fyrirtæki sem hefðu verið „nokkuð ósvífin“ undanfarin ár væru farin að óska eftir fundi með félaginu að fyrra bragði og vilji koma sínum málum á hreint gagnvart félögum Leiðsagnar.

Hægt er að lesa meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert