Mari Järsk bar sigur úr býtum í Bakgarðskeppni Náttúruhlaupa en hún hljóp 43 6,7 kílómetra langa hringi; alls 288 kílómetra. Hún hafði betur eftir harða baráttu við Þorleif Þorleifsson sem byrjaði 43. hringinn en lauk ekki við hann laust fyrir klukkan fjögur í nótt.
Keppnin gengur út að keppendur fá klukkustund til að hlaupa 6,7 kílómetra hring. Ef hann klárast fyrr geta keppendur hvílt sig áður en haldið er af stað í næsta hring, sem hófst á heila tímanum.
Keppni hófst klukkan níu á laugardagsmorgun og voru Mari og Þorleifur því á hlaupum í tæpar 43 klukkustundir.
Mari stóð einnig upp sem sigurvegari í hlaupinu í fyrra en Þorleifur árið 2020.