Hratt vaxandi umferð um Keflavíkurflugvöll

Frá Keflavíkurflugvelli.
Frá Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umferð um Keflavíkurflugvöll fer nú hratt vaxandi eftir mikinn samdrátt sem hófst vegna Covid-19 fyrri hluta árs 2020. Þess má vænta að á komandi mánuðum verði farþegafjöldinn farinn að nálgast farþegafjöldann 2019.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

„Tveggja ára samdráttarskeið er vonandi á enda,” segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia.

Umsvif á Keflavíkurflugvelli hafa farið vaxandi dag frá degi síðustu vikur. Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nýliðinn aprílmánuð var farþegafjöldinn sem fór um Keflavíkurflugvöll 82% af því sem hann var í sama mánuði 2019.

Íslensku flugfélögin Icelandair og Play fjölga ferðum sínum og erlend flugfélög sem buðu upp á flug til og frá Íslandi fyrir heimsfaraldurinn eru aftur mætt til leiks. Í sumar hafa 24 flugfélög boðað Íslandsflug frá 75 áfangastöðum í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert