Hvað ef ég fæ heimþrá?

Eygló Sigurðardóttir veit fátt skemmtilegra en að ferðast um á húsbíl. Nú ætlar hún að láta gamlan draum rætast og hyggst keyra ein um öll lönd Evrópu.

„Það besta við þennan ferðamáta er að maður er með heimilið með sér. Það þarf ekki að spá í hótel. Svo fylgir þessu mikið frelsi. Maður þarf ekki að ákveða um morguninn hvar maður endar um kvöldið,“ segir Eygló.

Kvíði ekki einverunni

„Það er fullt af fólki sem býr í húsbílum í Evrópu. Fólk kynnist á þessum ferðum og þótt ég sé ein er ég ekki ein í heiminum,“ segir hún og segist hafa velt fyrir sér hvað hún geri ef henni leiðist.

„Stærsta áskorunin er að vera ein, en þá hitti ég fólk. Ég á ættingja og vini víða í Evrópu og svo tala ég við börnin mín í gegnum netið,“ segir hún og segist ætla að hitta börnin í Ölpunum um jólin.

„Ef mér leiðist verð ég að gera eitthvað skemmtilegt. Maður verður að vera sjálfum sér nógur. Ég þarf að fara út fyrir þægindahringinn og vera dugleg að tala við fólk,“ segir Eygló og hyggst blogga um ferðina á husbill.com.

Dagmálsþátturinn í heild er aðgengilegur fyrir áskrifendur hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert