Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar, sem betur er þekktur sem Ingó veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla hófst klukkan tíu í morgun. Þinghaldið á að standa til klukkan tvö síðdegis í dag.
Ingólfur kærði Sindra fyrir meiðyrði en Sindri hefur áður sagt að hann hafi notað „óheflað mál af ásettu ráði“ enda hafi honum ekki fundis ástæða til þess að „sykurhúða málefnið“ eða „tala undir rós“ í umræðu sem skapaðist vegna meintra kynferðisbrota og kynferðislegar áreitni Ingólfs.
Ummælin setti Sindri fram í tístum á samfélagsmiðlinum Twitter. Þau eru:
Umræða um meint brot Ingólfs fór af stað í júlí á síðasta ári.