Ingó gegn Sindra í dómssal

Ingólfur Þórarinsson (t.v.) og Sindri Þór Sigríðarson (t.h.).
Ingólfur Þórarinsson (t.v.) og Sindri Þór Sigríðarson (t.h.).

Aðalmeðferð í máli Ingólfs Þórarinssonar, sem betur er þekktur sem Ingó veðurguð, gegn Sindra Þór Sigríðarsyni vegna ummæla sem sá síðarnefndi lét falla hófst klukkan tíu í morgun. Þinghaldið á að standa til klukkan tvö síðdegis í dag.

Ingólfur kærði Sindra fyrir meiðyrði en Sindri hefur áður sagt að hann hafi notað „óheflað mál af ásettu ráði“ enda hafi hon­um ekki fund­is ástæða til þess að „syk­ur­húða mál­efnið“ eða „tala und­ir rós“ í umræðu sem skapaðist vegna meintra kyn­ferðis­brota og kyn­ferðis­leg­ar áreitni Ing­ólfs.

Ummælin setti Sindri fram í tístum á samfélagsmiðlinum Twitter. Þau eru:

  1. „Maður sem er svo þekktur fyrir að ríða börnum…“
  2. „Hvað finnst þér réttlætanlegt að fullorðinn maður nýti frægð sína og valdastöðu til að ríða mörgum börnum…“
  3. „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum…“
  4. „Trallað í skítbeisikk kassagítarútgáfu af manni sem ríður börnum…“
  5. „Til að vinna örugglega unlikable keppnina þá splæsir eigandinn í barnaríðinginn.“

Umræða um meint brot Ingólfs fór af stað í júlí á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka