Leikskólagjöld hækkuðu mikið á milli ára

Leikskólagjöld hækkuðu talsvert í mörgum sveitarfélögum.
Leikskólagjöld hækkuðu talsvert í mörgum sveitarfélögum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sautján af tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu almenn leikskólagjöld á milli ára samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. 

Í kynningu ASÍ segir að leikskólagjöld hafi hækkað „mikið“ milli ára. Hjá fjórtán sveitarfélögum hækkuðu gjöld á bilinu 3-5,7% á einu ári. Þar af voru átta sveitarfélög sem hækkuðu leikskólagjöld umfram 4%. 

Hér er miðað við almenn leikskólagjöld: 8 tíma vistun með fæði. 

Ísfirðingar hækkuðu gjöldin mest eða um 5,7% en almenn leikskólagjöld lækkuðu á hinn bóginn mest hjá Mosfellsbæ eða um 3,6%. 

Eins og fram kom hjá Hagstofu Íslands fyrir helgi mælist verðbólga 7,2% á ársgrundvelli og hefur ekki verið jafn há í tólf ár. 

Í kynningu hjá ASÍ segir að verðbólga sé almenn um þessar mundir og verðhækkanir mælist á breiðum grunni og í mörkum vöruflokkum. Í vísitölu neysluverðs fyrir aprílmánuð vegi þróun á húsnæðisverði og verðhækkun á flugfargjöldum þyngst í hækkun vísitölunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert