„Þetta er allt saman á fleygiferð“

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er ánægður með stöðuna.
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, er ánægður með stöðuna. Ljósmynd/Aðsend

Ástandið í Reykja­nes­bæ hef­ur held­ur bet­ur snú­ist til betri veg­ar á síðustu mánuðum og seg­ir bæj­ar­stjór­inn nú „allt á fullu“. Suður­nes­in, þar sem Reykja­nes­bær er staðsett­ur, fóru sér­stak­lega illa út úr kór­ónu­veirufar­aldr­in­um hvað at­vinnu­leysi varðar.

Það hef­ur nú í nokkra mánuði hald­ist und­ir 10% en hæst fór það í tæp 25%.

„Það má segja að það sé allt á fullu hérna núna. Það mun­ar hvað mest um flug­völl­inn, að hann er kom­inn af stað,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is.

Eins og alþjóð veit lögðust flug­sam­göng­ur svo til af í far­aldr­in­um og fundu Íslend­ing­ar, sú mikla ferðamannaþjóð, vel fyr­ir því. Íbúar á Suður­nesj­um urðu hvað verst úti í þeim efn­um enda starfar stór hluti þeirra á flug­vell­in­um eða í grein­um sem hon­um tengj­ast.

Nýtt hjúkr­un­ar­heim­ili og ákvörðunar að vænta um nýja heilsu­gæslu

Þó staðan í Reykja­nes­bæ sé ekki al­veg jafn góð og hún var fyr­ir far­ald­ur hafa fjöl­marg­ar já­kvæðar breyt­ing­ar átt sér stað. Bætt hef­ur í fram­kvæmd­ir með vor­inu og eru ýmis verk­efni að fara í gang.

„Ekki síst aft­ur við flug­völl­inn og flug­stöðina. Það ger­ist svo­lítið mikið þar. Þannig að upp­bygg­ing­in og þetta er allt sam­an á fleygi­ferð,“ seg­ir Kjart­an.

Á föstu­dag­inn er svo áformuð skóflu­stunga með heil­brigðisráðuneyt­inu vegna nýs hjúkr­un­ar­heim­il­is.

„Svo stytt­ist von­andi í ákvörðun fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins um nýja heilsu­gæslu­stöð sem við erum að und­ir­búa hérna líka,“ seg­ir Kjart­an.

Aðspurður seg­ir hann að bæj­ar­bú­ar séu hress­ari en þeir voru í far­aldr­in­um.

„Við merkj­um það mjög greini­lega.“

Mikil uppbygging á sér nú stað í Reykjanesbæ.
Mik­il upp­bygg­ing á sér nú stað í Reykja­nes­bæ. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sterk­ur fjár­hag­ur

Helsta áskor­un­in, að sögn bæj­ar­stjór­ans, er at­vinnustaða 16 til 17 ára ung­menna.

„Það er 18 ára ald­urstak­mark inn á flug­völl­inn vegna flug­vernd­ar­mála. Vinnu­skól­inn okk­ar er bara fyr­ir grunn­skólakrakka,“ seg­ir Kjart­an.

16 og 17 ára ung­menni falla því sum hver á milli skips og bryggju. Þau gátu í fyrra­sum­ar og sum­arið þar á und­an sótt í rík­is­styrkta at­vinnu á veg­um bæj­ar­ins vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

„En nú er ríkið ekki leng­ur að setja pen­inga í það, kannski eðli­lega, og þá erum við ekki held­ur að búa til störf fyr­ir þenn­an hóp,“ seg­ir Kjart­an.

Þetta var ekki vanda­mál fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn og er Reykja­nes­bær nú far­inn að stilla sig inn á sömu viðmið í fjár­hags­áætl­un og var áður.

Spurður um fjár­hags­lega stöðu sveit­ar­fé­lags­ins seg­ir Kjart­an hana góða.

„Við stönd­um bara mjög vel og búum að því að hafa tekið til í okk­ar mál­um síðustu árin. Fjár­hag­ur sveit­ar­fé­lags­ins er bara sterk­ur og allt sam­an í miklu betri mál­um en var.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka