Nýir skólameistarar og rektor taka við í ágúst

Flestir sóttu um embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík.
Flestir sóttu um embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík. Ljósmynd/Kvennaskólinn í Reykjavík

Alls barst 21 umsókn um embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík og skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík og Menntaskólans á Akureyri til mennta- og barnamálaráðuneytisins.

Mennta- og barnamálaráðherra skipar í embættin til fimm ára í senn frá 1. ágúst næstkomandi en umsóknarfrestur rann út í síðustu viku. Hlutaðeigandi skólanefnd mun veita ráðherra umsögn fyrir ráðninguna.

Flestir sóttu um embætti skólameistara Kvennó, eða alls átta. Þá sóttu sjö um embætti skólameistara MA og fimm um embætti rektors MR, einn dró umsókn sína til baka. Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðs Íslands.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir umsækjendur.

Umsækjendur um embætti rektors Menntaskólans í Reykjavík:

  • Ágústa Elín Ingþórsdóttir, fv. skólameistari
  • Einar Hreinsson, konrektor
  • Grégory D. Ferdinand Cattaneo, sölu- og verkefnastjóri
  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sviðsstjóri
  • Sólveig Guðrún Hannesdóttir, framhaldsskólakennari/fagstjóri

Einn dró umsókn sína til baka.

Umsækjendur um embætti skólameistara Kvennaskólans í Reykjavík:

  • Alma Oddgeirsdóttir, brautastjóri
  • Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður
  • Ágústa Elín Ingþórsdóttir, fv. skólameistari
  • Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir, skólameistari
  • Einar Hreinsson, konrektor
  • Hulda B. Kjærnested Baldursdóttir, kennari
  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sviðsstjóri
  • Þorkell Hjálmarsson Diego, yfirkennari

Umsækjendur um embætti skólameistara Menntaskólans á Akureyri:

  • Alma Oddgeirsdóttir, brautastjóri
  • Ásta Fönn Flosadóttir, skólastjóri
  • Karl Frímannsson, sviðsstjóri
  • Kristín Elva Viðarsdóttir, skólasálfræðingur
  • Ómar Örn Magnússon, doktorsnemi
  • Sigurlaug A. Gunnarsdóttir, aðstoðarskólameistari
  • Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert