Staðan svipuð og fyrir síðasta gos

Kvika gæti verið nær yfirborði en mælingar gefa til kynna.
Kvika gæti verið nær yfirborði en mælingar gefa til kynna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Álíka magn af kviku og kom upp í eldgosinu í Geldingadölum hefur nú safnast fyrir í jarðskorpunni á nýjan leik undir Reykjanesskaga við Fagradalsfjall. Er því staðan nokkuð nálægt þeirri sem var uppi rétt fyrir eldgosið sem hófst á síðasta ári. Þetta segir Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur.

Mælingar á Reykjanesskaga gefa til kynna að kvikusöfnun sé á 16 kílómetra dýpi á víðfeðmu svæði austan við Fagradalsfjall. Að sögn Halldórs gæti ótrúlegt magn af kviku safnast fyrir á þessum stað, sem er við mót möttuls og jarðskorpu, án þess að hún komi þó upp á yfirborðið.

Saga mælinga jarðskorpuhreyfinga á Reykjanesinu hefur ekki sýnt nein merki um kvikusöfnun á svæðinu fyrir síðasta eldgos. Halldór segir það gefa til kynna að kvikan hafi einfaldlega verið til staðar og er kvikusöfnunin núna því mögulega viðbragð við rými sem myndaðist í eldgosinu.

Í þeim skilningi segir hann ákveðnar líkur á að gos hefjst aftur. Þá vekur hann einnig athygli á að þrátt fyrir að mælingar bendi til þess að kvikan sé á miklu dýpi þá gætu angar af kvikukerfinu teygt sig langt upp og gæti það einungis tekið kvikuna örfáa daga að komast upp á yfirborðið. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert