Dagskrá um skáldið Jón Óskar

Jón Óskar
Jón Óskar

Í tilefni af því að Jón Óskar rithöfundur hefði orðið 100 ára 18. júlí 2021 verður dagskrá honum helguð í Gunnarshúsi fimmtudagskvöldið 5. maí kl. 20. Dagskráin átti að fara fram á liðnu ári, en henni var frestað út af kórónuveirufaraldrinum.

Oddný Ævarsdóttir rithöfundur talar um skáldið. Þór Stefánsson og Katrín Ásmundsdóttir lesa ljóð eftir Jón Óskar og Una Margrét Jónsdóttir les smásögu eftir hann. Þá syngur Gunnar Guttormsson vísnasöngvari texta eftir Jón Óskar. Magnea Tómasdóttir sópransöngkona og Kristinn Örn Kristinsson píanóleikari flytja lög eftir Jón Ásgeirsson við ljóð eftir Jón Óskar. Einnig flytja þau lag sem úkraínska tónskáldið Y. Admon samdi við ljóð eftir Jón Óskar árið 1956 og var að líkindum fyrsta lag sem samið var við ljóð hans. Ekki er vitað til þess að lagið hafi verið flutt áður og er því líklega um frumflutning að ræða.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert