Hjólað í vinnuna í tuttugu ár

Hjólað í vinnuna 2022 var formlega sett í morgun við …
Hjólað í vinnuna 2022 var formlega sett í morgun við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Meðal þeirra sem stigu á hjólið í morgun voru Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, Ingvar Ómarsson, Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Heilsu og hvatningarátakið hjólað í vinnuna var sett formlega af stað í morgun við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, en þetta er tuttugasta skiptið sem átakið er haldið, en því er ætlað að verkja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.

Mættu þau Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, Ingvar Ómarsson hjólreiðakappi og Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, á opnunina og tóku svo stuttan hjólatúr.

Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Willum …
Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, Ingvar Ómarsson, Íslandsmeistari í götuhjólreiðum og Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjólað í vinnuna stendur yfir í þrjár vikur, eða til 24. maí og á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta. 

Samhliða almennu átaki er einnig í gangi vinnustaðakeppni, en þar er fyrst og fremst keppt um flesta þátttökudaga hlutfallslega miðað við heildarfjölda starfsmanna á vinnustaðnum. Keppt er í átta keppnisflokkum út frá stærð vinnustaða. Að auki er kílómetrakeppni þar sem keppt er á milli liða um annars vegar heildarfjölda kílómetra og hins vegar hlutfall kílómetra miða við fjölda liðsmanna í liði.

Borgarstjóri við setningu átaksins.
Borgarstjóri við setningu átaksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sérstaklega er tekið fram að þeir sem vinni að heiman geti byrjað eða endað vinnudaginn á ða hjóla, ganga eða nýta aðra virka ferðamáta sem nemur vegalengdinni til og frá vinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert