Ný götuheiti til heiðurs Eystrasaltsríkjunum

Göturnar þrjár verða nefndar til heiðurs Eystrasaltsríkjunum þremur.
Göturnar þrjár verða nefndar til heiðurs Eystrasaltsríkjunum þremur.

Þrjár göt­ur í nýju hverfi sem á að byggja upp á Ártúns­höfða í Reykja­vík verða nefnd­ar til heiðurs Eystra­salts­ríkj­un­um Eistlandi, Lett­landi og Lit­há­en. Þetta var samþykkt á fundi skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar í morg­un. Frá þessu grein­ir Pawel Bartoszek, borg­ar­full­trúi Viðreisn­ar og formaður skipu­lags­ráðs, í færslu á Face­book.

Ísland var fyrst allra landa í heim­in­um til að viður­kenna sjálf­stæði Eystra­salts­ríkj­anna eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna, en 26. ág­úst árið 1991 í Höfða skrifuðu ut­an­rík­is­ráðherr­ar land­anna þriggja og ut­an­rík­is­ráðherra Íslands und­ir samn­inga um stjórn­mála­sam­band Íslands við rík­in þrjú.

Pawel vek­ur at­hygli á því að í öll­um höfuðborg­um Eystra­salts­ríkj­anna þriggja séu nú göt­ur og torg sem nefnd séu til heiðurs Íslandi. „Nú end­ur­gjöld­um við vinátt­una,“ seg­ir hann jafn­framt.

Nöfn gat­anna verða; Eist­lands­bryggja, Lett­lands­bryggja og Lit­há­en­bryggja. Verða þær á nýrri land­fyll­ingu sem unnið er að í dag ligg­ur út frá at­hafn­ar­svæðinu þar sem sementstank­arn­ir tveir eru í dag.

Pawel seg­ir að til­lag­an um nöfn gat­anna hafi verið samþykkt ein­róma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka