Stórt brot úr Breiðamerkurjökli: „Svakalega flott sjón“

Myndskeið náðist þegar stórt brot af Breiðamerkurjökli brotnaði frá jöklinum og ofan í Jökulsárlón í morgun.  

Ólafur Þór Víðisson, leiðsögumaður á svæðinu sem festi atburðinn á filmu, segir að svo stór hluti af jöklinum brotni ekki oft frá. 

„Þetta er svakalega flott sjón,“ segir hann í samtali við mbl.is. Ferðamannavertíðin er hafin á svæðinu og bátasiglingar á lóninu hafnar að nýju. Ólafur segir að svona brot séu nákvæmlega það sem fólk sækist í að sjá. 

„Þetta er ferli í náttúrunni og virkar þannig að það hrynja fram um 250 til 300 metrar á ári og svo skríður jökullinn fram um 50 metra. Þetta eru náttúrulega loftslagsbreytingarnar sem eru að verki,“ segir hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert