Áfram bólusett gegn kórónuveiru

Áfram er bólusett, þó ekki lengur í Laugardalshöll.
Áfram er bólusett, þó ekki lengur í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 100 manns koma á dag á heilsu­gæslu­stöðvarn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu til að fá bólu­setn­ingu gegn Covid-19. Um 200 manns, 80 ára og eldri, hafa þegið aðra örvun­ar­bólu­setn­ingu, fjórðu spraut­una á heilsu­gæslu­stöðvun­um. Slík­ar bólu­setn­ing­ar eru nú að hefjast um allt land. Hjúkr­un­ar­heim­il­in bólu­setja sitt heim­il­is­fólk með fjórðu spraut­unni og er reiknað með að þær bólu­setn­ing­ar hefj­ist nú í maí.

Flest­ir sem eru með bælt ónæmis­kerfi eða ónæm­is­sjúk­dóma hafa þegar verið kallaðir inn til að fá fjórðu spraut­una, að sögn Ragn­heiðar Óskar Er­lends­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. Fjór­ir mánuðir þurfa að vera liðnir frá síðustu sprautu áður en fólk fær fjórðu bólu­setn­ing­una. Það hef­ur ekki áhrif þótt fólk hafi ný­lega smit­ast af Covid-19. „Við vilj­um endi­lega að viðkom­andi fái fjórðu spraut­una þótt hann hafi ný­lega fengið Covid,“ seg­ir Ragn­heiður.

Tölu­vert er um að fólk í öðrum ald­urs­hóp­um komi í bólu­setn­ingu. „Það er kom­inn ferðahug­ur í fólk og þá átt­ar það sig á því að það vant­ar örvun­ar­skammt­inn til að kom­ast til annarra landa. Svo kem­ur alltaf einn og einn sem er óbólu­sett­ur. Mér sýn­ist að það sé vel bókað hjá okk­ur næstu vik­urn­ar í bólu­setn­ingu.“ Hægt er að hringja í heilsu­gæslu­stöðvar til að panta tíma eða hafa sam­band í gegn­um net­spjall Heilsu­veru og bóka bólu­setn­ingu.

Um 70 manns koma dag­lega í PCR-próf í and­dyri Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins í Álfa­bakka. Hraðpróf eru aðeins í boði á einka­rekn­um próf­un­ar­stöðvum. Það eru aðallega ferðamenn sem koma í PCR-próf­in. Þeir eru þá á leið til landa sem krefjast ný­legr­ar niður­stöðu úr slíku prófi. gudni@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert