Beint: Selenskí ávarpar Alþingi

Volodimírs Selenskís, forseti Úkraínu, flutti ávarp fyrir Alþingi í dag.
Volodimírs Selenskís, forseti Úkraínu, flutti ávarp fyrir Alþingi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Beint streymi frá ávarpi Volodimírs Selenskís, forseta Úkraínu, á Alþingi hefst klukkan 14. Þetta verður í fyrsta skipti sem er­lend­ur þjóðhöfðingi flyt­ur ávarp í þingsal Alþing­is. 

Birg­ir Ármanns­son, for­seti Alþing­is, mun stýra þess­ari sér­stöku at­höfn. Þá mæl­ir for­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, nokk­ur orð fyr­ir hönd ís­lensku þjóðar­inn­ar. Síðan tek­ur Selenskí til máls og að því loknu mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpa hann.

Athöfnin sjálf er textuð á íslensku að hluta en ávarp Selenskís verður samtímatúlkað á íslensku. Athöfninni lýkur um kl. 14.20.

Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með streyminu:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert