Foreldrar nemenda í Flensborg funda

Flensborgarskóli í Hafnarfirði
Flensborgarskóli í Hafnarfirði mbl.is/Eggert Jóhannesson

Foreldrar nemenda sem skipa leikhóp Flensborgarskólans funda nú vegna stöðunnar í skólanum. Samkvæmt heimildum mbl.is hófst fundurinn klukkan fimm og sáu flestir foreldrar sér fært að mæta.

Mbl.is greindi frá því í gær að mikil óánægja ríki innan Flensborgarskólans með skipun nýs skólameistara, Erlu Sigríði Ragnarsdóttur. Hún hafði starfað sem settur skólameistari frá árinu 2020 en var á þriðjudag skipuð í embætti skólameistar til næstu fimm ára. 

Mættu ekki í mótmælaskyni

Nemendur skólans hafa brugðist illa við þessari skipun og mættu fjölmargir ekki í skólann í gær og í morgun í mótmælaskyni.

Þá hefur nemendafélag skólans einnig sent bréf til menntamálaráðuneytisins þar sem þeir mótmæla skipun hennar og segja nemendur upplifa vanlíðan vegna skóla­meist­ar­ans í skól­an­um. Er m.a. vísað til aðgerðarleysis í ofbeldis- og eineltismálum.

Skipulögðu fund í gær

Í kjölfar frétta í gær skipulögðu foreldrar nemenda í leikhóp skólans fund, sem hófst klukkan fimm í dag. Samkvæmt heimildum mbl.is er mæting á fundinn góð og létu flestir foreldrar sjá sig.

Ekki hefur náðst í Erlu Sigríði frá því að fréttir af óánægju nemenda birtust fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert