Katrín ávarpar Úkraínumenn fyrir utan Alþingi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Úkraínumenn fyrir utan þingið.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Úkraínumenn fyrir utan þingið. mbl.is/Hólmfríður

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávarpaði Úkraínumenn og aðra sem safnast höfðu saman fyrir utan þinghúsið vegna ávarps Volodimírs Selenskís, for­seta Úkraínu, eftir þingfundinn. 

Katrín naut aðstoðar túlks, en eins og sjá má á myndunum var nokkuð fjölmennt.

Katrín fékk spurningu frá einum þeirra sem stóð fyrir utan þinghúsið um það af hverju Rússar væru enn með sendiráð á Íslandi og af hverju íslensk stjórnvöld væru ekki búin að reka sendiherrann úr landi. Svaraði Katrín því til að Ísland væri að beita ýmsum öðrum aðgerðum og að þetta væri síðasta úrræðið. Sagði hún mikilvægt að halda öllum línum opnum á milli landanna.

Úkraínumenn fyrir framan Alþingishúsið.
Úkraínumenn fyrir framan Alþingishúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nokkur fjöldi Úkraínumanna hafði safnast saman við Alþingishúsið í dag.
Nokkur fjöldi Úkraínumanna hafði safnast saman við Alþingishúsið í dag. mbl.is/Hólmfríður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert