Fimmtu mótmælin vegna bankasölunnar

Frá Austurvelli í dag.
Frá Austurvelli í dag. mbl.is/Óttar

Fimmtu mótmælin vegna sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka voru haldin í dag. Bæði var mótmælt á Austurvelli í miðbæ Reykjavíkur og á Ráðhústorgi á Akureyri.

Ræðumenn að þessu sinni voru þau Drífa Snædal forseti ASÍ, Bragi Páll Sigurðsson rithöfundur og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

„Stærstu trommur landsins verða barðar og fólki gefst tækifæri til að fella ríkisstjórnina með þremur boltum,“ sagði í lýsingu á viðburðinum á Facebook.

mbl.is/Óttar

Þá komu ýmsir listamenn fram, þeirra á meðal voru Guðmundur Pétursson tónlistamaður, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og skáld og dúettinn Down & Out sem söng um sægreifa.

Boðið var upp á kaffi, kakó og kleinur.

mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hallmundur Kristinsson: BBb
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert