Fjárveitingar miðaðar við félagslega stöðu hverfanna

Breytingar á fjárúthlutun vegna nýs reiknilíkans.
Breytingar á fjárúthlutun vegna nýs reiknilíkans. mbl.is/Hari

Með nýju rekstrarlíkani fyrir grunnskóla Reykjavíkurborgar, sem gengur undir heitinu Edda, er tekið mið af félagslegri stöðu hverfa borgarinnar þegar skólunum er veitt fjármagn.

„Þeir skólar sem eru í félagslega viðkvæmum hverfum fá hlutfallslega meira fjármagn en skólar sem eru í félagslega sterkum hverfum af því að allar rannsóknir sýna að félagslegur bakgrunnur í nemendahópnum skiptir miklu máli upp á nám og námsárangur,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.

Meta félagslegan bakgrunn

„Aðstæður barna í skólahverfum eru ólíkar og það er mikilvægt að skólarnir hafi svigrúm til þess að mæta þörfum nemendahópsins. Grundvallarforsendan er að við metum hvað það er í félagslegum bakgrunni barns sem skýrir árangur á samræmdum prófum. Við erum ekki að skoða sjálf samræmdu prófin heldur að finna hvað býr þarna að baki.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert