Fordæma yfirlýsingu um rasisma

Stytta Ásmundar Sveinssonar af Guðríði Þorbjarnardóttur.
Stytta Ásmundar Sveinssonar af Guðríði Þorbjarnardóttur. mbl.is/Sigurður Bogi

Stjórn Ásmundarsafns harmar stuldinn á styttu Ásmundar Sveinssonar, Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar safnsins. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu var styttunni stolið frá Laugarbrekku á Snæfellsnesi. Hún dúkkaði svo upp sem hluti af verkinu Farangursheimild fyrir framan Nýlistasafnið.

„Stjórnin fordæmir einnig harðlega þá réttlætingu á gjörningnum að í verkinu felist rasískur undirtónn. Í engum verka Ásmundar, eða í ótal viðtölum sem við hann voru tekin, er neitt að finna sem gæti réttlætt þessa uppákomu. Með stuldinum og þeim ásökunum sem honum fylgja er brotið gegn heiðri látins listamanns undir yfirskini listsköpunar,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Ásmundarsafns.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert