Mjöll nýr formaður Félags grunnskólakennara

Mjöll Matthíasdóttir bar sigur úr býtum.
Mjöll Matthíasdóttir bar sigur úr býtum. Ljósmynd/Aðsend

Mjöll Matthíasdóttir hefur verið kjörinn formaður Félags grunnskólakennara. Í kosningunni var fyrrum formaður felldur, Þorgerður Laufey Diðriksdóttir. 

Hlaut Mjöll 41,53% atkvæða, Þorgerður Laufey 29,64% atkvæða og Pétur Georgsson tæp 23,8%. 5,02% skiluðu auðu en á kjörskrá voru 5.392 og var kjörsókn 46,18%.

Nýlega hafði niðurstöðu samskiptaskýrslu sem gerð var innan félagsins lekið en þar var niðurstaðan sú að samskipti Þorgerðar Laufeyjar við annan starfsmann töldust vera einelti. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert