Samningur um framtíðarhúsnæði LHÍ í höfn

Katrín Jakobsdóttir heldur ræðu í tilefni áfangans.
Katrín Jakobsdóttir heldur ræðu í tilefni áfangans. mbl.is/Óttar

Samningur um framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands (LHÍ) í Tollhúsinu var undirritaður í hádeginu.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, undirrituðu samninginn ásamt fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytisins.

mbl.is/Óttar

Katrín, Áslaug Arna og Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands, ávörpuðu gesti.

Nemendur skólans sýndu einnig listir sínar til að fagna þessum merka áfanga í sögu listgreina á Íslandi.

Uppfært kl. 14.24:

Fram kemur í tilkynningu að meginhlutverk LHÍ sé að stuðla að nýsköpun og samþættingu listgreina ásamt því að gegna mikilvægu hlutverki fyrir skapandi greinar.

Nú liggi fyrir val á hentugri staðsetningu undir þessa mikilvægu starfsemi. Undirritun yfirlýsingarinnar sé því sérstakt fagnaðarefni,“ segir í tilkynningu.

Listaháskólinn er í dag starfræktur í fjórum mismunandi byggingum, sem bráðlega verða fimm talsins þegar kvikmyndalistadeild opnar í Borgartúni í haust. Af þessum stöðum er húsnæðið við Laugarnesveg 91 það eina sem tryggt er skólanum til lengri tíma. LHÍ stefnir að því að geta hafið kennslu í Tollhúsinu á næstu 3-5 árum, segir þar einnig.

„Það er mikilvægt að byggja vel undir listnám á Íslandi enda eru skapandi greinar ein af grunnstoðum atvinnulífs og nýsköpunar. Í fyrsta sinn í sögu Listaháskóla Íslands liggur fyrir samþykki ríkisstjórnar Íslands um fjármögnun á framtíðarhúsnæði skólans. Það er risastór áfangi – sá stærsti í sögu skólans – og við fögnum honum svo innilega hér í dag," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka